Xypex Patch & Plug leiðbeiningar

Undirbúningur: Höggvið rauf eða gat í steypuna. Raufin má ekki vera grynnri en 25 mm. Raufin verður að vera U-laga, ekki V-laga, hreinsið raufina vel og spúlið allt lauslegt og skítugt út úr raufini með vatni. Notið einnig stífan bursta ef þess er þörf.


Blandið saman 1 hluta vatns á móti 3,5 hlutum Patch & Plug. Verið rösk - Patch & Plug harðnar mjög hratt. Blandið því ekki meira en þið ráðið við að vinna á þremur mínútum.  Æskilegur hiti á vatninu er 15-20 gráður.

Það er hægt að blanda út í Xycrylic Admix (Xypex efni sem gerir blönduna mýkri og auðveldari að vinna með þar sem hörðnunin verður nokkuð hægari). Best er að nota vatn sem er u.þ.b. 15°C.

Notið gúmmíhanska. Formið blönduna í höndunum og þrýstið henni vel inn í raufina þar til hún harðnar. Byrjið á hæsta punkti og vinnið ykkur niður.  Notið gjarnan trékubb og hamar til að ná góðri þjöppun.

Ef vatnsþrýstingur er mjög mikill gæti þurft að leita annara leiða til að loka fyrir. Vinsamlega hafið þá samband og leitið ráðlegginga.
Pach & Plug stífnar strax en samt tekur hörðnunin 24 tíma. Þó má meðhöndla með Xypex Concentrate um leið og efnið er orðið hart á yfirborðinu.

Pach & Plug notast einnig til að þétta skemmda steypu.  Blandið þá saman 4 hlutum Patch & Plug á móti 1 hluta vatns og búið til massa. Makið síðan blönduni á steyptan flötinn.

Þegar um stærri verk er að ræða þá er hægt að blanda Patch & Plug saman við sand eða möl. ( kornastærð má ekki vera yfir 10 mm.) Hlutföllin mega ekki fara yfir 16,7 kg. möl/sand á móti 25 kg. Patch & Plug.

Hörðnunartíminn er miðaður við herbergishita og 32°C vatn.  Ef frávik eru mikil frá þessu hafið þá samband og leitið nánari skýringa.

ATHUGIÐ!!

Xypex er sementsefni og þarf að meðhöndlast sem slíkt.  Það getur valdið þurrkun á húðinni.  Einnig skal varast að fá Xypex í augun þegar því er blandað saman við vatn.

Aðrar greinar í þessum flokki: « Xypex Modified leiðbeiningar Myndasafn »

TOP