Lakro 1000

 
LAKRO 1000 gegndreypiefnið hefur verið notað á Íslandi frá því um aldamótin síðustu og Það má með hægð segja að LAKRO 1000 hafi slegið rækilega í gegn á þeim árum sem það hefur verið á íslenskum markaði. Efnið er ætlað að rykbinda, þétta og styrkja gólf á iðnaðrhúsum og bílastæðum með því að ganga ofaní þau. Þannig styrkist yfirborð gólfsins og nær hörku á við stál. Efnið byggir á natríum sílikötum og er algjörlega án allra eiturefna eða efna sem skaða umhverfi og náttúru.
 
Munurinn á gegndreypiefni og yfirborðsefnum eins og t.d. málningu er að yfirborðsefni flagna eða eyðast með tímanum en gegndreypiefnið helst í gólfinu og endist líftíma steypunar. Þannig fer gegndreypiefnið  inn í gólfið og verður hluti af yfirborðinu.
 
Með öðrum orðum þá getur þú verið með viðhaldsfrítt gólf um aldur og æfi. Gólfið verður bara sterkara og sterkara með árunum.  Gólfið verður sterkt sem stál og þolir alla almenna notkun og þegar fullri hörku er náð verða nagladekk ekkert vandamál.
 
Ef þú ákveður að láta Lakro 1000 gegndreypiefni á gólfið hjá þér þá ertu komin í hóp með aðilum eins og:  Húsasmiðjunni, Byko, Samskipum, Flugleiðum, Síldarvinnslunni á Neskaupsstað, Sigurplasti, Leifsstöð, Vélsmiðjunni Norma, Sindrastáli, Agli Skallagrímssyni, Íslandspósti, Landvirkjun, Atlantsskipum, TVG Ziemsen, Á Guðmundssyni húsgagnagerð, Bílastæði í Mánatúni, Gullsmára og í Skugga. 
Bananar hf. John Linsay, Inness og Ekran er allt aðilar með Lakro 1000 á sínum gólfum.
Aðrar greinar í þessum flokki: Tæknilegar upplýsingar »

TOP