Xypex Modified leiðbeiningar

Xypex Modified notast á steypu og aðra fleti sem innihalda sement. Málningu eða önnur yfirborðsefni verður að fjarlægja.  Eftir Xypex-meðhöndlun verður viðloðun við málningu og önnur yfirborðsefni sérlega góð.

       

 
1. HREINSUN
Fjarlægið allt laust af fletinum með t.d. skrúbb og vatni. Ef fita eða önnur óhreinindi eru á fletinum þá er saltsýrumeðferð 18% (1 hluti saltsýra á móti 6 hlutum vatns) nauðsynleg. Ef steypan er mjög lokuð eða sleip, þá er gott að ýfa flötinn, t.d. með saltsýru, þannig að steypuæðarnar opni sig.
             
2. STEYPAN BLEYTT
U.þ.b. klukkutíma áður en meðferð hefst er steypan bleytt rækilega t.d. með því að úða á hana með slöngu eða sprautu. Öll göt og æðar í steypunni þurfa að blotna rækilega, þó þarf að fjarlægja polla áður en Xypex Modified er borið á.
             
3. BLÖNDUN
Ef notaður er múrkústur þá er blandað saman 5 hlutum Xypex Modified á móti 2 hlutum vatns. Hrærið blönduna vel eða þangað til hún verður eins og krem, notið gjarnan bor með hræru, og blandið ekki meira en þið getið notað á 15 mínútum, þar sem blandan þornar mjög hratt. Notið gúmmíhanska til að verja hendurnar og forðist að anda að ykkur ryki sem getur myndast við blöndunina. Hindrið að Xypex komist í snertingu við augu og húð. Xypex er ekki eitrað og er viðurkennt um allann heim til notkunar í drykkjarvatnstönkum.
             
4. BORIÐ Á STEYPU
Xypex Modified er smurt á steypuna með múrkúst. Stingið kústinum í botn fötunar og hrærið þannig að sem mest fari á kústinn og að blandan harðni ekki.
             
5. HÖRÐNUN
Raki verður að vera til staðar svo að kristalmyndunin nái almennilega inn í holur og æðar og eigi sér þar stað. Flötur sem hefur verið meðhöndlaður með Cypex Modified verður að haldast rakur með vatni í að minnsta kosti 3 daga eftir meðhöndlun. Í staðinn fyrir vatnsmeðferð í 3 daga er hægt að nota Xypex Gamma Cure einu sinn en því er úðað á um leið og flöturinn harðnar. Xypex Gamma Cure sér steypunni fyrir nauðsynlegum raka í 3 daga eftir meðhöndlun og hverfur svo úr múrnum.
             
6. SPRUNGUFYLLING    
Þar sem vatn rennur í gegnum sprungur eða samskeyti getur vetið nauðsynlegt að búa til raufar og fylla þær með sprungufylli.

A. Höggvið 2,5-5cm djúpa rauf í samskeyti eða þar sem sprungur hafa myndast.
B. Strjúkið Xypex Modified með múrkústi eins og stendur í lið 3 og 4 og munið að bleyta vel.

Fyllið nú upp í sprunguna með “þurrblöndu”, 6 hlutar Xypex Modified á móti 1 hluta vatns. Þurrblönduna verður að nota um leið og hún er tilbúin því hún harðnar mjög hratt.


TOP