Tæknilegar upplýsingar

Lakro shine

Tæknilegar upplýsingar um gegndreypiefni frá  Íslenskum aðli ehf.

Við prófanir og rannsóknir voru notaðir bandarískir ASTM staðlar ( The American society for testing an material ).

 

  1. Slitþol - <<Taber slitpróf>> 37,76% meira slitþol.
  2. Viðloðun - <<ASTM  D  3359>> Binding við epoxy er 23,0 % meiri. Engar breytingar vegna viðloðunar eða bindingar við polyurethan efni.
  3. Hörðnun  -  Rakatap er 94% meira fyrsta sólarhringinn á ómeðhöndluðum flötum en flötum sem úðaðir höfðu verið með gegndreypiefni.
  4. Styrkur - <<ASTM C 42>>  40%  aukning á álagsþoli eftir sjö daga , 38% eftir tuttugu og átta daga í samanburði við ómeðhöndlaða fleti.
  5. Stöðuleiki – Gegndreypi 17,8 sentimetra vatnssúlu á 31,7 fersentimetra flöt sem úðaður hafði verið með  gegndreypiefni var 0,0083.
  6. Veðrunarþol  <<ASTM  G 23>>    Útfjólublátt ljós og vatnsdæling hafði engin neikvæð áhrif á fleti sem gegndreypiefni hafði verið úðað á.
  7. Ending varanleg.  Steypa verður harðari og þéttari með tímanum.
  8. Þéttingar og hörnunartími. Efnið harðnar endanlega á 60-90 dögum.  Gegndreypiefnið einangrar steypuna innan frá þegar það gengur í samband við  sement. En ólíkt yfirborðsefnum máist  það ekki af með tímanum. Það hylur holur í steypunni í eitt skipti fyrir öll svo steypan öðlast vörn gegn umhverfisefnum sem setjast á hana.  Þetta ferli tekur yfirleitt 60-90 daga, en getur varað allt að einu ári.
  9. Litur. Tær gegndreypiefnið breytit ekki útlitslegu yfirborði steypunar.  Þegar alkalísk efni, svo sem kalk þrýstist gegnum yfirborð steypunar er það einfaldlega skolað af með vatni.
Aðrar greinar í þessum flokki: « Lakro 1000

TOP